19.05.2010 00:00
Valur HF 322 / Ósk KE 5 / Hafdís GK 118
Einn af Óseyjarbátunum, en skrokkurinn var fluttur inn en frágangur unninn í Hafnarfirði.
2400. Valur HF 322, í Keflavíkurhöfn © mynd af Shipspotting
2400. Ósk KE 5 © mynd Krben
2400. Hafdís GK 118 © mynd Þorgeir Baldursson 2008
2400. Hafdís GK 118, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 19. desember 2009
2400. Hafdís GK 118, siglir út úr Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 17. maí 2010
Skrokkurinn var fluttur inn frá skipasmíðastöðinni Christ í Gdansk í Póllandi og báturinn kláraður með smíðanúmeri 4 hjá Ósey hf., Hafnarfirði 1999. Hönnun og eftirlit var hjá Skipa- og vélatækni ehf., Keflavík Hljóp af stokkum 30. júní 1999 og var afhentur eigendum í lok ágúst sama ár.
Yfirbyggður og breytt í línuveiðiskip hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf., 2007.
Nöfn: Valur SH 322, Valur HF 322, Ósk KE 5 og núverandi nafn: Hafdís GK 118.
