16.05.2010 08:16
Fróði ÁR 33 - hetjudáð
Skipstjóri þessa báts kom við sögu í miklu björgunarmáli fyrir 60 árum, út við Geirfuglasker og þar framkvæmdi skipstjóri hans gjörning sem engir aðrir sem voru á staðnum þorðu að framkvæma.

439. Fróði ÁR 33 © mynd Snorrason
Smíðaður í Ytri-Njarðvík 1945. Sökk í Stokkseyrarhöfn 17. mars 1967.
Sem Fróði GK var báturinn sá fyrsti sem tekinn var upp í Skipasmíðastöð Njarðvikur hf., en það var í sept. 1947.
Egill Jónasson, skipstjóri, Njarðvík sýndi mikla hetjudáð er hann sigldi Fróða GK 480 milli Geirfuglaskerja og bjargaði 6 mönnum sem voru um borð í togara sem strandaði á Geirfugladrangi 1950.
Nöfn: Fróði GK 480, Fróði SH 5 og Fróði ÁR 33.

439. Fróði ÁR 33 © mynd Snorrason
Smíðaður í Ytri-Njarðvík 1945. Sökk í Stokkseyrarhöfn 17. mars 1967.
Sem Fróði GK var báturinn sá fyrsti sem tekinn var upp í Skipasmíðastöð Njarðvikur hf., en það var í sept. 1947.
Egill Jónasson, skipstjóri, Njarðvík sýndi mikla hetjudáð er hann sigldi Fróða GK 480 milli Geirfuglaskerja og bjargaði 6 mönnum sem voru um borð í togara sem strandaði á Geirfugladrangi 1950.
Nöfn: Fróði GK 480, Fróði SH 5 og Fróði ÁR 33.
Skrifað af Emil Páli
