15.05.2010 17:19

Fornbílar við Vatnsnesvita, herbílar og mökkurinn frá Eyjafjallajökli

Tómas J. Knútsson, kafari, forstöðumaður Bláa hersins og áhugamaður fyrir að gera upp gamla herbíla og önnur hertól, var með opið hús í dag þar sem sjá mátti m.a. herbíla bæði sem hann er búinn að gera upp og eins aðra sem er verið að gera upp.
Á sama tíma mættu á svæðið eigendur fornbíla og sýndu fáka sína.

Hægra megin við rútuna. þ.e. milli rútunnar og Keilis sem sést (á myndinni)  móta fyrir mökkinum frá Eyjafjallajökli, en svona til að sýna betur hvernig hann sást frá Keflavík tók ég aðra mynd bak við rútuna. Hafa ber í huga að fjarlægðin frá Keflavík til Eyjafjallajökuls er ansi löng og því þurfa menn að hafa sterka sjón til að sjá þetta.

Varðandi fornbílana og herbílanna þá bendi ég á að fleiri myndir eru í myndaalbúmi hér á síðunni.


      Við Vatnsvita í dag, varla sést mökkurinn vel hægra megin við rútuna og því tók ég myndina, sem birtist hér fyrir neðan


    Fast upp við Keili, en þó vinstra meginn má sjá móta fyrir mökkinum © myndir Emil Páll, 15. maí 2010