15.05.2010 09:18

Jóna Eðvalds í gosmekkinum

Þeir á Jónu Eðvalds sigldu í gegn um öskuregnið í nótt og tók Svafar Gestsson þá þessar myndir og sendi með eftirfarandi texta:

Heill og sæll kæri vinur.

Við fórum frá Hafnarfirði í gær og fórum fyrst til Reykjavíkur að taka veiðafæri á Hampiðjubryggjunni.

Þaðan héldum við af stað til Hafnar í Hornafirði um 19:30 í gærkvöldi. Um kl. 04:00 sigldum við inn í gosmökkinn frá Eyjafjallajökli og stoppuðum þá alla íbúðablásara. Mökkurinn var um 13 mílur á lengd frá vestri til austurs. Ekki var Blái bassinn svona ný málaður beint glæsilegur þegar við komum út úr mekkinum aska um allt ofandekks og í vélarúmi þar sem að Rolsinn þarf sitt loft. Nú eru þrif framundan því ekki sæmir það okkur annað en að koma með hreint og glæsilegt skip til heimahafnar. Ekki eru íbúar á þessum slóðum öfundsverðir að búa við þennann ösku ófögnuð sem allstaðar smýgur og eiga þeir samúð mína alla.

Kær kveðja af Bláa/svarta bassanum.

Svafar Gestsson

- Sendi ég kærar þakkir fyrir þetta.










       2618. Jóna Eðvalds SF 200 eftir að hafa siglt í gegn um gosmökkinn í nótt © myndir Svafar Gestsson, 15. maí 2010