14.05.2010 22:09

Tjaldur ÍS 116

Þessi var smíðaður fyrir Stokkseyringa í Danmörku 1956, síðan gerður út frá Keflavík og Ísafirði.


                                   551. Tjaldur ÍS 116 © mynd úr Árbók SLVÍ

Smíðaður í Strandby, Danmörku 1956. Kom til Stokkseyrar skömmu fyrir páska 1956. Fórst 18. desember 1986 með þremur mönnum.

Nöfn: Hásteinn II ÁR 8, Tjaldur KE 64 og Tjaldur ÍS 116.