13.05.2010 15:13

Verður stærsti Sóma-báturinn

Hér er verið að ræða skrokk sem brann fyrir utan Bátastöð Guðmundar í Hafnarfirði á árinu 2008, var seldur til Njarðvíkur í febrúar 2008 og þaðan til Bíldudals í apríl sl. og verður lagfærður og kláraður í Sandgerði, en framkvæmdir munu hefjast í haust. Birti ég hér tvær myndir sem ég tók af honum þegar hann var nýkomin til Njarðvíkur í febrúar á síðasta ári.




                        Skrokkurinn í Innri-Njarðvík © myndir Emil Páll, í febrúar 2010

Af gerðinni Sómi 1200, eða hugsanlega 1500 eftir breytingar. Því um er að ræða 33ja. tonna bát og því verður þetta stærsti Sómi sem framleiddur hefur verið.

Skrokkurinn var í byggingu hjá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði, þegar kveikt var í hann stóð fyrir utan byggingu fyrirtækisins á árinu 2008.
Sigurður Stefánsson, í Köfunarþjónustu Sigurðar keypti skrokkinn og kom með hann á athafnasvæði Sigurðar í Innri-Njarðvík í febrúar 2009. Stóð þá til að hann myndi ásamt Kristjáni í Sólplasti ljúka smíði hans síðar meir. Af því varð ekki og var skrokkurinn í apríl sl. seldur Haraldi Á. Haraldssyni í Perlufiski, Bíldudal og hefur hann samið við Sólplast ehf., Sandgerði um að ljúka frágangi hans og gera við brunaskemmdirnar, en þó mun sú vinna ekki hefjast fyrr en í haust.