13.05.2010 10:11

Sif ÍS 500

Hér er á ferðinni innlend smíði, sem endaði með því að verða eldi að bráð rúmum 30 árum eftir að honum var upphaflega hleypt af stokkum.


                                              956.Sif ÍS 500 © mynd úr Ægir

Smíðaður hjá Dráttarbrautinni á Neskaupstað 1965. Ónýttist í eldi á Barðaströnd 2. desember 1995. Tekin af skrá og fargað 19. nóv. 1997.

Nöfn: Sif ÍS 500, Sif GK 777, Sævaldur SF 5, Þórður Bergsveinsson SH 3, Sif SH 3, Sif AK 67, Sif ÍS 225, Vísir ÍS 225, Vísir SH 327, Vísir SH 343 og Vísir BA 343.