13.05.2010 09:51
Færeyingur
Þessi róðrarbátur með færeyska laginu, er plastbátur, þó ég hefði í upphafi talið að um trébát væri að ræða. Hann er nú til viðgerðar hjá Sólplasti ehf., í Sandgerði eftir að hafa fokið í roki. Hér birti ég nokkrar myndir af bátnum, sem ég tók fyrir stuttu síðan á athafnarsvæði Sólplasts.



Báturinn með færeyska bátalaginu, sem nú er til viðgerðar hjá Sólplasti ehf., Sandgerði © myndir Emil Páll, 11. maí 2010



Báturinn með færeyska bátalaginu, sem nú er til viðgerðar hjá Sólplasti ehf., Sandgerði © myndir Emil Páll, 11. maí 2010
Skrifað af Emil Páli
