11.05.2010 22:12

Fjölbreytt hjá Sólplasti á næstunni

Ljóst er að þeir hjá Sólplasti í Sandgerði þurfa ekki að óttast atvinnuleysi á næstunni. Þangað streyma verkefni, auk margra fyrirspurna um hvort þeir geti tekið að sér viðgerðir, svo og tilboð sem þeir hafa gert og bíða svara við.. Hér birti ég sex myndir af verkefnum sem ýmist eru á lokastigi eða að ekki verði hafist hans við fyrr en hausta tekur. Á morgun og næstu daga verður hvert þessara verkefna tekið fyrir sérstaklega hér á síðunni. En nokkra furðu vekur að þrjú þessara verkefna tengjast eldsvoða.


   2579. Tryggvi Eðvarðs SH 2, kom í dag til þeirra hjá Sólplasti, en tæpt ár er liðið síðan þeir luku við umtalsverðar breytingar og á þessum tíma hefur skipið aflað hvorki meira né minna en 1003 tonn og kom með 14 tonn í síðustu veiðiferðinni fyrir ferðina í Sandgerði. Meira um þetta á morgun.


                 Þessi litli færeyingur er í viðgerð, nánar um það síðar.


                                   Nýsmíði, nánar um það á næstu dögum


  2477. Vinur GK 96, brann í Grófinni í fyrra og hefur verið lengdur o.fl.  Fregnir af honum birtast trúlega á morgun


                    Fyrrum löggubátur, sem er mikið brunninn. nánar síðar


   Þessi skrokkur brann fyrir utan bátastöð í Hafnarfirði 2008 og komst síðan í eigu Njarðvíkings í fyrra og nú hefur útgerðarmaður á Vestfjörðum eignast hann og verður hann kláraður hjá Sólplasti, eins og fram kemur þegar fjallað verður um bátinn hér á síðunni © myndir Emil Páll, í kvöld 11. maí 2010, nema neðsta myndin sem tekin var í mars 2009.