10.05.2010 20:52
Stafnes KE 130 á ufsaveiðar?
Frá því snemma síðastliðið haust hefur Stafnes KE 130 legið við bryggju í Njarðvík. En nú virðist vera breyting þar á því skipverjar hafa verið í óðaönn að setja net um borð og gera annað klárt til að fara á netaveiðar. Segir bryggjuspjallið að báturinn sé að fara að veiða úr ufsakvóta fyrir HB Granda, en ekki sel ég það dýrara en ég keypti. Virðist undirbúningur vera það langt kominn, að hann gæti allt eins farið út í kvöld eða alveg næstu daga. Tók ég þessar tvær myndir af bátnum í Njarðvíkurhöfn í dag.


964. Stafnes KE 130, í Njarðvíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 10. maí 2010


964. Stafnes KE 130, í Njarðvíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 10. maí 2010
Skrifað af Emil Páli
