09.05.2010 16:13
Klaki GK 126 og veiðimenn
Eins og sést á næstu þremur færslum hér fyrir neðan þessa, var mikið um að vera í Grófinni í Keflavík í dag, þó svo að ég sýni aðeins smá hluta af því sem þar var um að ræða. Enda gott veður og sunnudagur og því kjörið fyrir landkrabbana að leika sér. Bátar fóru og komu eftir sjóstangaveiði, handfæraveiðar og eins skotveiðar á sjófugli.
Hér með þessari færslu birti ég þó mynd af einum báti, sem ég held að hafi rétt áður en myndin var tekinn verið að búa sig undir að á morgun hefjast strandveiðarnar. Þá er með ein mynd af skotveiðimönnum á leið úr Fjarkanum í land.
7207. Klaki GK 126, í Grófinni í dag

Tveir skotveiðimenn á leið í land í Grófinni, Keflavík í dag © myndir Emil Páll, 9. maí 2010
Hér með þessari færslu birti ég þó mynd af einum báti, sem ég held að hafi rétt áður en myndin var tekinn verið að búa sig undir að á morgun hefjast strandveiðarnar. Þá er með ein mynd af skotveiðimönnum á leið úr Fjarkanum í land.
7207. Klaki GK 126, í Grófinni í dag

Tveir skotveiðimenn á leið í land í Grófinni, Keflavík í dag © myndir Emil Páll, 9. maí 2010
Skrifað af Emil Páli
