07.05.2010 20:08
Eika- og furubátar vinsælir
Þó mikið sé fjallað um plastbáta á síðunum, finnst mér alltaf gaman þegar trébátarnir eru orðnir helstu fréttirnar, en staðan í dag er einmitt sú að slíkir bátar, ýmist eika- og/eða furubátar eru orðnir nokkuð vinsælir. Er mér kunnugt um þó nokkra slíka sem fréttir munu berast um á næstu dögum og vikum. Hér birti ég þó frásagnir af þremur slíkum bátum.

923. Röstin GK 120, mun fara í sjó trúlega strax eftir helgi, en ákveðið er að gera hana út á rækjuveiðar í sumar og verður aðallöndunarhöfn á Ísafirði

399. Aníta KE 399, mun fara í slipp eftir helgi og síðan eftir ákveðið viðhald þar fara í drift.

1381. Magnús KE 46, Þessi bátur hefur oftast fengið góða umhirðu og nú er einni slíkri að ljúka. Annars er það að frétta af þessum báti, samkvæmt fregnum af annarri skipasíðu að búið er að selja hann til Húsavíkur © myndir Emil Páll, í kvöld, 7. maí 2010

923. Röstin GK 120, mun fara í sjó trúlega strax eftir helgi, en ákveðið er að gera hana út á rækjuveiðar í sumar og verður aðallöndunarhöfn á Ísafirði

399. Aníta KE 399, mun fara í slipp eftir helgi og síðan eftir ákveðið viðhald þar fara í drift.

1381. Magnús KE 46, Þessi bátur hefur oftast fengið góða umhirðu og nú er einni slíkri að ljúka. Annars er það að frétta af þessum báti, samkvæmt fregnum af annarri skipasíðu að búið er að selja hann til Húsavíkur © myndir Emil Páll, í kvöld, 7. maí 2010
Skrifað af Emil Páli
