06.05.2010 19:29

Sægrímur GK 525

Þeir eru duglegir að mála báta í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og hér sjáum við einn sem tekin var út í smástund í dag, til að sjósetja einn sem var fyrir aftan hann í húsinu. Þetta er Sægrímur GK 525, sem var aftur settur inn þegar hinn var kominn út, til að halda áfram að heilmála hann.


   2101. Sægrímur GK 525, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag © mynd Emil Páll, 6. maí 2010