06.05.2010 18:09

Glæsilegur Keilir SI 145

Eins og lesendur síðunnar hafa tekið eftir fjallaði ég nokkuð ítarlegar í máli og myndum um hinn glæsilega Keilir SI 145 sem kom glæsilega tekinn í gegn úr Njarðvikurslipp fyrr í dag. Þótt myndirnar sem birtust í dag væru nokkuð góðar, var sólin nokkuð að hrella mig og því tók ég af bátnum aðra mynd sem hér birtist og er tekin undan sól og þar sést vel hversu glæsilegur báturinn er í dag.


   1420. Keilir SI 145, kominn að bryggju í Njarðvík, síðdegis í dag © mynd Emil Páll, 6. maí 2010