06.05.2010 17:30

Valdimar GK 195 í Keflavík

Valdimar GK 195 í eigu Þorbjarnar hf.  í Grindavík, en með heimahöfn í Vogum, hafði í dag stutta viðdvöl í Keflavíkurhöfn, eða rétt á meðan maður fór í land. Tók ég þá mynd af bátnum er hann kom og aðra er hann var að bakka frá nokkrum mínútum síðar.


                                  2354. Valdimar GK 195, kemur til Keflavíkur í dag


     Hér bakkar 2354. Valdimar GK 195 frá bryggju í Keflavík, nokkrum mínútum síðar © myndir Emil Páll, 6. maí 2010