06.05.2010 17:05
Dælt úr Stormi SH
Yfirleitt er lítill áhugi hjá slökkviliðum með að hafa fasta viðskiptavini sem útköll koma á reglulega. Þeir hjá Brunavörnum Suðurnesja sitja þó uppi með einn slíkann, sem er báturinn Stormur SH 333 sem legið hefur alllengi í Njarðvíkurhöfn og hafa hafnarstarfsmenn oft séð um að dæla úr bátnum og eins hafa Brunavarnir Suðurnesja verið reglulega kallaðar út til að dæla úr honum og eitt slíkt útkall var einmitt í dag og tók ég þá þessar myndir.

Brunavarnir Suðurnesja mættar með dælu að 586. Stormi SH 333 í dag

Slökkviliðsmaður frá Brunavörnum Suðurnesja að dæla upp úr 586. Stomi SH 333 í Njarðvikurhöfn © myndir Emil Páll, 6. maí 2010

Brunavarnir Suðurnesja mættar með dælu að 586. Stormi SH 333 í dag

Slökkviliðsmaður frá Brunavörnum Suðurnesja að dæla upp úr 586. Stomi SH 333 í Njarðvikurhöfn © myndir Emil Páll, 6. maí 2010
Skrifað af Emil Páli
