06.05.2010 00:00

Hrefna KÓ 100

 

Hér koma myndir sem Gunnar Th smellti síðdegis í dag (gær 5.5.10)  af Hrefnu KÓ eins og hún lítur út núna við bryggju í Kópavogi. Báturinn er í allsherjar skverun og virkar frekar drungalegur svona grunnmálaður. Fyrir þá sem ekki vita um hvaða bát er að ræða, skal það upplýst að hann hét núna síðast Valur ÍS 18, en hefur verið keyptur til hrefnuveiða og var áætlað að hann færi til veiða nú í vikunni, en ég efast um að það takist. Nafn bátsins nú er Hrefna KÓ 100.










           1324. Hrefna KÓ 100, í Kópavogshöfn © myndir Gunnar Th., 5. maí 2010