03.05.2010 09:02

Laxá

Rámar í að þetta hafi verið fyrsta skipið sem Hafskip eignaðist og var það smíðað fyrir þá.


                                           Líkan af 141. Laxá © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 1075 hjá D.W. Kremer & Sohn í Elmshorn, Þýskalandi 1959. Hljóp af stokkum 20. október 1959 og lagði af stað í fyrstu ferð frá Hamborg 11. des. 1959 og kom til Íslands þ.e. heimahafnar í Vestmannaeyjum 30. desember það ár. Selt úr landi til Grikklands og fór frá Reykjavík undir grísku nafni 2. apríl 1977.

Nöfn: Lasá, Vega, Hannes G. Thyella, Tara, Adman Yunculer og núverandi nafn: Ahsen.