03.05.2010 00:00

Glófaxi NK 54 / Eskey SF 54 / Guðrún Björg ÞH 60 / Eyjanes GK 131 / Brokey BA 336

Þessi lifði í rúma hálfa öld og var síðan skyndilega rifinn í Gufunesi og voru margir sem fannst það hafa verið óréttlátt.


                    462. Glófaxi NK 54 © mynd Snorrason


                                   462. Eskey SF 54 © mynd Hilmar Bragason


                                   462. Eskey SF 54 © mynd Hilmar Bragason


                       462.  Guðrún Björg ÞH 60 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                          462. Guðrún Björg ÞH 60 © mynd Svafar Gestsson


                        462. Eyjanes GK 131 © mynd skip.is


                             462. Eyjanes GK 131 © mynd Skip.is


                         462. Brokey BA 336 © mynd Hafþór Hreiðarsson

Smíðaður hjá Frederikssund Skipsværft, Frederikssund, Danmörku 1955, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Lengdur 1961. Endurbyggður og breytt í Bátalóni, Hafnarfirði 1970. Skráður sem skemmtibátur 2006. Umskráður 19. mars 2008.

Allt árið 2006 var báturinn í Reykjavíkurhöfn og að meiri hluta uppi í Daníelsslipp. Sökk síðan í Reykjavikurhöfn nálægt HB Granda, 1. desember 2007. Náð upp aftur 24. febrúar 2008 af Köfunarþjónustu Árna Kópssonar. Rifinn haustið 2008 í Gufunesi.

Nöfn: Glófaxi NK 54, Eskey SF 54, Geir ÞH 150, Guðrún Björg ÞH 60, Guðrún Björg BA 31, Eyjanes GK 131, Brokey BA 236 og Brokey BA 336.