29.04.2010 20:10

Góð sæbjúguveiði, fer þó á rækjuveiðar

Að undanförnu hafa tveir bátar stundað sæbjúguveiðar frá Sandgerði, en annar þeirra Drífa SH 400 er nú í síðustu veiðiferðinni i bili þar sem báturinn er að fara á rækjuveiðar og mun landa á Grundarfirði, en þaðan er báturinn skráður. Hinn sæbjúgubáturinn Hans Jakob, hefur verið vélavana nú um nokkurn tíma og því ekki verið að veiðum.
Aflabrögðin hafa verið mjög góð hjá Drífu, því í þessum mánuð hafa þeir fjórir menn sem eru á bátnum aflað um 200 tonn. Til stóð að síðasta veiðiferð yrði sú síðasta áður ef farið yrði á rækjuna, en ákveðið var að bæta einni veiðiferð við áður en farið yrði á rækjuna. Er um 5 mínútur voru eftir, í síðustu veiðiferð, urðu þeir fyrir því óhappi að slæðan sem dregin er eftir botnum skemmdist og því kom báturinn í kvöld inn til Njarðvíkur til að fá lánaða slæðu og bæta við þessari veiðiferð og er stefnt að því að koma með fullan bát inn sem eru 17-18 tonn, að þeirri veiðiferð lokinni.

Eins og margir vita er Drífa með eldri bátum sem enn eru í rekstri eða rúmlega hálfrar aldar gömul, smíðuð 1956. Af því tilefni tók ég smá myndasyrpu af bátnum er hann kom til Njarðvíkur í kvöldmatartímanum í kvöld.


           795. Drífa SH 400 siglir inn Stakksfjörðinn á leið til Njarðvíkur í kvöld


                 795. Drífa SH 400 kemur inn fyrir sjóvarnargarðinn í Njarðvík






     795. Drífa SH 400 kemur til Njarðvíkur í kvöld © myndir Emil Páll, 29. apríl 2010