27.04.2010 00:00
Sæborg GK 43 / Börkur frændi NS 55 - myndir frá leitinni við Brökur og björgun bátsins

1516. Sæborg GK 43, kemur að landi í Sandgerði á síðasta vetri © mynd Emil Páll, veturinn 2009
Bátur sá sem er á myndinni hér fyrir ofan, fékk þetta nafn á síðasta vetri og stuttu eftir að myndina hafði verið tekin, var búið að selja hann til Vopnafjarðar þar sem hann fékk nafnið Börkur frændi NS 55. Ekki var hann þó lengi með það nafn, því hann var áður en árið var liðið seldur til tengdafeðga á suðurvestur horninu. Sóttu þeir bátinn til Vopnafjarðar og voru á leiðinni með hann heim, er honum hvoldi við Brökur 16. desember 2009. Við þetta hörmulega slys fórst tengdafaðirinn en tengdasyninum var bjargað. En allt hefur þetta áður komið fram.
Nú hefur mér verið sendar myndir sem teknar voru af leitinni af manninum og tók einn björgunarsveitarmaðurinn þær myndir, en hann er sami og hefur verið að senda myndir að undanförnu, Bjarni Guðmundsson og mun ég birta myndasyrpu þá nú.
Í leiðinni er rétt að geta þess að bátnum var sem kunnugt er náð í land og seldur til Reykjavíkur.

Báturinn marar og að mestu sokkinn









© myndir Bjarni G. í desember 2009
Skrifað af Emil Páli
