25.04.2010 14:48

Arnfríður Sigurðardóttir RE 14

Í slippnum á Akranesi er nú langt komið með að taka bát sem lengi hefur legið í Reykjavíkurhöfn undir nafninu Eykon RE 19, ærlega í gegn og hefur hann fengið nafnið Arnfríður Sigurðardóttir RE 14. Þessi sami bátur birtist hér á síðunni nýverið er honum var rennt í sjó í Dráttarbraut Keflavíkur fyrir nokkrum tugum ára eftir miklar endurbætur sem Fönix KE 111. Júlíus Guðnason tók fyrir mig þessar myndir af bátnum í slippnum í morgun.


 



   177. Arnfríður Sigurðardóttir RE 14, í slippnum á Akranesi © myndir Júlíus, 25 apríl 2010