24.04.2010 09:05

Halldór Jónsson SH 217 verður endurbyggður?


                             540. Halldór Jónsson SH 217, í Hafnarfjarðarhöfn í gær

Eins og flestir vita hefur hinn hálfrar aldar gamli eikarbátur Halldór Jónsson legið lengi í Hafnarfjarðarhöfn og af og til hafa borist fréttir þess efnis að verið sé að skoð þann möguleika að endurbyggja. Nú er það ljóst samkvæmt heimildum síðuhöfundar að þessi bátur sem smíðaður var á Akureyri 1961 og hefur aðeins borið þetta eina nafn verður endurbyggður.


      540. Halldór Jónsson SH 217, sem senn fær vonandi, ef þessar fréttir eru réttar, þá umhirðu sem hann á skilið © myndir Emil Páll, í Hafnarfirði 23. apríl 2010