24.04.2010 08:49
Hamar og Þróttur ex Dímon og Hjallanes
Hafnsögubátarnir tveir í Hafnarfirði, liggja innan girðingar öllum jafnan. Í ferðinni um hafnarsvæðið í gær tók ég meðfylgjandi mynd af bátunum, en annar þeirra var smíðaður í verkið og hinn var smíðaður sem fiskiskip og eftir sex ára notkun á því sviði var honum breytt í núverandi verkefni. Nánar um það fyrir neðan myndina.

2489. Hamar og 370 Þróttur, í Hafnarfjarðarhöfn í gær © mynd Emil Páll, 23. apríl 2010
Hamar: Skrokkurinn var smíðaður í Póllandi, en innréttingar og frágangur að öðru leiti unnin hjá Ósey ehf., í Hafnarfirði árið 2001.
Nöfn: Aðeins þetta eina: Hamar
Þróttur: Smíðanúmer 1 hjá Stálskipasmiðjunni hf., Kópavogi 1963 sem fiskiskip og sex árum síðar eða 1969 var honum breytt í dráttar-, lóðs- og tollbát.
Nöfn: Dímon GK 535, Hjallanes RE 350, Hjallanes SH 140 og núverandi nafn: Þróttur.

2489. Hamar og 370 Þróttur, í Hafnarfjarðarhöfn í gær © mynd Emil Páll, 23. apríl 2010
Hamar: Skrokkurinn var smíðaður í Póllandi, en innréttingar og frágangur að öðru leiti unnin hjá Ósey ehf., í Hafnarfirði árið 2001.
Nöfn: Aðeins þetta eina: Hamar
Þróttur: Smíðanúmer 1 hjá Stálskipasmiðjunni hf., Kópavogi 1963 sem fiskiskip og sex árum síðar eða 1969 var honum breytt í dráttar-, lóðs- og tollbát.
Nöfn: Dímon GK 535, Hjallanes RE 350, Hjallanes SH 140 og núverandi nafn: Þróttur.
Skrifað af Emil Páli
