24.04.2010 00:00

Heimsókn 2 í Jónu Eðvalds SF 200 í Hafnarfirði

Rétt eftir páska fór ég í stutta heimsókn um borð í Jónu Eðvalds SF 200 þar sem hún var í stærri dokkinni í Hafnarfirði og áttu skipverjar þá von á að viðhaldsvinnu við skipið myndi ljúka í aprílmánuði. Nú ákvað ég að endurtaka heimsóknina og gefa henni meiri tíma og eins að fara ekki einn, heldur kæmi líka síðueigandinn Markús Karl Valsson. Farið var föstudaginn 23. apríl og þá voru að störfum þrír vélstjórar af fimm um borð, en vélstjóranir hafa þær reglur að yfirvélstjórarnir sem eru tveir, þeir Baldur Sigurgeirsson og Ragnar Logi Björnsson, vinna í einn mánuð og eiga síðan einn mánuð frí, en aðrir vélstjórar sem eru Hjálmar Guðmundsson, Kristján Eiðsson og Svafar Gestsson starfa um borð í sex vikur og eiga síðan þriggja vikna frí. Um borð núna voru því þeir Hjálmar, Svafar og Baldur.
Fyrir utan spjall við þá félaga og þá aðallega Svafar var vélarúmið skoðað að hluta og fleira, en ég læt myndirnar tala, því þær segja meira en fátæk orð mín. Ljóst er að viðgerð mun standa yfir eitthvað fram í maímánuð, því skipið mun fara aftur upp í dokkina og síðan fer skipið á Norsk-íslensku síldina að viðgerð lokinni.


   F.v. Hjálmar Guðmundsson, Svafar Gestsson og Baldur Sigurgeirsson yfirvélstjóri. En í fríi voru Kristján Eiðsson og Ragnar Logi Björnsson yfirvélstjóri


                                    Séð frá skutnum og fram að brúnni


                              Frá svipuðum stað og myndin hér að ofan


                                      Úr vaktherbergi vélstjóranna


                                                      Úr vélarúmi


                                 Aðalvélin upprifin fyrir miðri mynd


                                            Meira úr vélarúmi...


                                        ... og enn meira


                   Svafar sýnir Markúsi Karli Valssyni, eitthvað í vélarúminu


                                         Úr líkamsræktarsalnum


                        Hér sést aftur eftir skipinu og þar með brúin


    2618. Jóna Eðvalds SF 200 við bryggju í Hafnarfirði, en enn á skipið eftir að fara aftur upp í dokkina, auk þess sem eftir er að mála renndurnar og merkinguna á skipið 
                              © myndir Emil Páll, 23. apríl 2010