23.04.2010 08:01

Sæbjörg

Hið gamla varðskip okkar Þór, fékk nafnið Sæbjörg og var í rekstri hjá slysavarnaskóla sjómanna, áður en þetta fræga skip fór að grotna niður, fyrst átti að gera úr því einhvert ferðamannaskip á Húsavík og síðar í Hafnarfirði, þá var það málað með gullbronsi, því það átti að seljast í verkefni erlendis, en ekkert varð úr þeim áformum. Undanfarin misseri hefur það legið í Gufunesi, mála hrikalega ljótt og kallað Hrefna RE 11 sem leikarahlutverk í kvikmynd sem tekin var upp í Hvalfirði á sínum tíma.


                                       229. Sæbjörg © mynd úr Árbók SLVÍ