22.04.2010 21:06
Kristbjörg ST loksins komin heim
Kristbjörg ST 39, sem sjósett var í Njarðvik 12. mars sl. kom loksins til heimahafnar í dag sumardaginn fyrsta. Raunar var hún sjósett á Hólmavík, eftir að hafa verið flutt landleiðina norður, en báturinn er frá Drangsnesi. Eftirfarandi myndir tók Jón Halldórsson og birti á vef sínum holmavik.123.is, ásamt mörgum fleiri myndum af bátnum.

2207. Kristbjörg ST 39 hífð af flutningavagninum og í sjóinn á Hólmavík í dag

Nöfnurnar sýna listir sínar, 2207. Kristbjörg ST 39 og 7363. Kristbjörg ST 6 © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is
2207. Kristbjörg ST 39 hífð af flutningavagninum og í sjóinn á Hólmavík í dag
Nöfnurnar sýna listir sínar, 2207. Kristbjörg ST 39 og 7363. Kristbjörg ST 6 © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is
Skrifað af Emil Páli
