19.04.2010 16:40
Elektron 2 með sjónarspil
Rétt um klukkan níu í morgum sást til norska flutningaskipsins Elektron 2,sem var að koma frá Grundartanga og stefndi á Garðskagaflös, en ekki eins og skip gera núna eftir siglingabann, þá fara þau dýpra er þau sigla fram hjá Garðskaga. Þegar þetta skip var farið að nálgast flösina tók það beygju og sigldi með fram Garðinum í stefnu á Keflavík, en stuttu síðar beygði það aftur og nú í stefnu á Voga og er það var á móts við golfskálann í Leiru tók það enn aðra stefnu og nú á Reykjavík. Fyrir þá sem ekki trúa, þá hefur í allan dag verið hægt að sjá leið skipsins á AIS.
Auðvitað getur þetta allt verið rétt, en engu að síður fannst mér þetta einkennileg athöfn. Birti ég nú fjórar myndir, þ.e. tvær sem ég tók af skipinu í morgun, önnur frá Hólmsbergsvita og hin frá Vatnsnesi og síðan tók ég mynd af MarineTraffic af skipinu sjálfu. Einnig tók ég mynd af skjámyndinni á AIS með myndavélinni minni og hér má sjá hvað um er rætt og því geta menn dæmt sjálfir.
Elektron 2 © mynd af MarineTraffic
Elektron 2, séð frá Vatnsnesi í Keflavík © mynd Emil Páll, 18. apríl 2010
Elektron 2, séð frá Hólmsbergsvita við Helguvík © mynd Emil Páll, 18. apríl 2010
Siglingaleið skipsins í morgun, eins og það kom fram á AIS © mynd af skjánum Emil Páll 18. apríl 2010
