18.04.2010 10:58
Hilmir SH 197 kemur inn til Ólafsvíkur
Þeir frændur Óli Olsen og Snorri Birgisson slá ekki slöku við að senda mér myndefni af Snæfellsnesi. Í gær tók Snorri mikla myndasyrpu í Ólafsvík og Rifshöfn og sendi mér og fáum við trúlega að njóta hennar allrar í dag. Þó veðrið hafi verið gott í gær, voru þó flestir bátar í landi og því myndaefni æði mikið.


2370. Hilmir SH 197, kemur að landi í Ólafsvík © myndir Snorri Birgisson 17. apríl 2010


2370. Hilmir SH 197, kemur að landi í Ólafsvík © myndir Snorri Birgisson 17. apríl 2010
Skrifað af Emil Páli
