18.04.2010 09:07
Grindavík 1972
Hér er ein frá Grindavíkurhöfn, sem ég tók árið 1972. Það tel ég öruggt miðað við bátinn sem er á siglingu innan hafnar, en það mun vera Hálfdán Guðmundsson GK 210 sem kom nýr það árið og sökk síðan í innsiglingunni nokkra mánaða gamall. Fyrir neðan birti ég síðan mynd af bátnum eftir að ég hafði stækkað myndina og náð honum út úr honum og þó hún sé ekki góð má alveg sjá hver þetta sé.

Grindavík © mynd Emil Páll 1972

Ég stækkaði myndina og þá kom í ljós grunur minn, að þetta væri 1214. Hálfdán Guðmundsson GK 210 © mynd Emil Páll

Grindavík © mynd Emil Páll 1972
Ég stækkaði myndina og þá kom í ljós grunur minn, að þetta væri 1214. Hálfdán Guðmundsson GK 210 © mynd Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
