15.04.2010 23:00
Brettingur NS 50 / Samphire / Brettingur KE 50
Togari þessi er einn af þeim systurskipum sem smíðuð voru í Japan og kom hingað til lands 1973 og var gerður út af sama aðila, þar til fyrirtækið sameinaðist öðru stærra, sem seldi það fljótlega á eftir og það úr landi. Nú er togarinn aftur kominn til landsins.
1279. Brettingur NS 50 © mynd Þór Jónsson
1279. Brettingur NS 50 © mynd Þór Jónsson
1279. Brettingur NS 50 © mynd Þór Jónsson
1279. Brettingur NS 50 © mynd Þór Jónsson
Samphire, í Hull © mynd Shipsphotograpbs
Samphire, í Hull © mynd trawlerphoto
Samphire, í Hull © mynd Trawlerphotos
1279. Brettingur KE 50, kemur í fyrsta sinn aftur til landsins © mynd Emil Páll 15. apríl 2010
1279. Brettingur KE 50, kemur til Njarðvíkur © mynd Emil Páll, 15. apríl 2010
Smíðaður hjá Niigata Engineering Ltd., Niigata, Japan 1973. Lengdur, endurbyggður og endurmældur 1988. Seldur úr landi, til Skotlands 4. október 2007. Keyptur aftur til lands í þessum mánuði
Síðasta veiðiferð togarans sem Brettingur NS 50 var í mars 2007.
Þegar togarinn var seldur til Skotlands og afhentur í Hull, stóð til að hann færi á veiðar á rússneskum kvóta við Sierra Leone, En af því varð ekki og sótti nýr kaupandi togarann sem þá var með heimahöfn í Belize, aftur til Hull, nú í þessum mánuði.
Kom til Njarðvíkur sem Brettingur KE 50, með heimahöfn í Keflavík, fimmtudaginn 15. apríl 2010
Nöfn: Brettingur NS 50, Samphire og núverandi nafn: Brettingur KE 50.
