15.04.2010 00:00
Fönix KE 111 nú Arnfríður Sigurðardóttir RE 14
Í gegn um árin hafa flest allir stálbátarnir sem lifað hafa einhvern tíma hér á landi, farið í algjöra endurbyggingu, þar sem þeir hafa komið svo gjörbreyttir til baka að þeir eru óþekkjanlegir frá því skipi sem var fyrir breytingarnar. Sumir hafa farið í skrokkbreytingar, en aðrir aðeins í breytingar ofandekks. Flestar hafa þessar breytingar farið fram erlendis, en ein og ein hérlendis. Hér tek ég fyrir einn sem var af árgerðinni 1960 og var nánast talinn ónýtur eftir bruna þegar Dráttarbraut Keflavíkur tók sig og keypti flakið og endurbyggði. Úr varð allt annað skip, skip sem hét áður en endurbygging hófst Jón Ágúst GK, en kom út sem Fönix KE. Þó þetta skip sé enn til, hefur það oft á tíðum litið ansi illa út, verið frekar í slæmu ástandi en er nú uppi á Akranesi, þar sem a.m.k. er verið að mála það. Þá hefur skipið, samkvæmt Fiskistofuvefnum fengið þar nú nafnið Arnfríður Sigurðardóttir RE 14.
Hér birti ég nokkar myndir af Fönix, þegar hann var sjósettur að nýju hjá Dráttarbraut Keflavíkur eftir að endurbætum var lokið í marsmánuði 1986.





177. Fönix KE 111 sjósettur í Dráttarbraut Keflavíkur, eftir að hafa verið yfirbyggður og endurbættur eftir bruna © myndir Emil Páll, í mars 1986.
Hér birti ég nokkar myndir af Fönix, þegar hann var sjósettur að nýju hjá Dráttarbraut Keflavíkur eftir að endurbætum var lokið í marsmánuði 1986.





177. Fönix KE 111 sjósettur í Dráttarbraut Keflavíkur, eftir að hafa verið yfirbyggður og endurbættur eftir bruna © myndir Emil Páll, í mars 1986.
Skrifað af Emil Páli
