14.04.2010 17:35

Hafsúlan í sinni gömlu heimahöfn

Hvalaskoðunarskipið Hafsúlan hefur í dag farið nokkrar ferðir frá Keflavíkur höfn og út á Stakksfjörðinn með farþega. Slíkt er engin undantekning, engu að síður tók ég nokkrar myndir af skipinu, þar sem það fór frá sinni gömlu heimahöfn, en eins og margir muna þá var skipið keypt hingað til lands frá Noregi, árið 2001 af fyrirtæki í Reykjanesbæ og var heimahöfnin fyrstu árin Keflavík.


                      2511. Hafsúlan siglir út úr Keflavík eftir hádegi í dag


                      2511. Hafsúlan út af Vatnsnesi í Keflavík á leið út Stakksfjörðinn


                   2511. Hafsúlan, nálgast Keflavíkurhöfn á fimmta tímanum í dag
                                         © myndir Emil Páll, 14. apríl 2010