14.04.2010 12:05
923 í endurbyggingu og fyrsta nafnið eftir þá aðgerð
Hinn frægi seniversbátur, sem bar þá nafnið Ásmundur GK, hefur mikið verið til umfjöllunar hér á síðunni að undanförnu bæði sem Röstin GK 120 og eins undir öðrum nöfnum. Hér birti ég tvær myndir af honum. Sú fyrri er af bátnum í endurbyggingu í Njarðvikurslipp og síðan er hin síðari af fyrsta nafninu sem hann bar eftir þá miklu endurbyggingu, þar sem hann var m.a. gerður að frambyggðum báti.

Frá endurbyggingu á 923, Símon Gíslason KE 155, í Skipasmíðastöð Njarðvikur árunum 1974 til 1985 © mynd Emil Páll

923. Sigurður Þorkelsson ÍS 200, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll, 1985.

Frá endurbyggingu á 923, Símon Gíslason KE 155, í Skipasmíðastöð Njarðvikur árunum 1974 til 1985 © mynd Emil Páll

923. Sigurður Þorkelsson ÍS 200, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll, 1985.
Skrifað af Emil Páli
