13.04.2010 22:01

Jón Björn, Bjartur, Una á Neskaupstað í dag

Nú sjáum við Jón Björn NK 111 fara úr höfn á Neskaupstað í morgun til Stöðvarfjarðar þar sem hann fer í áframhaldandi klössun. Á einni myndinni sér í Bjart NK 121 hann landaði 90 tonnum í morgun, svo er Una SU 3 á þriðju myndinni sem Bjarni G. sendi nú í kvöld.



                    1453. Jón Björn NK 111, leggur á stað til Stöðvarfjarðar


                          Hér siglir Jón Björn fram hjá 1278. Bjarti NK 121


              1890. Una SU 3, á Neskaupstað í dag © myndir Bjarni G. 13. apríl 2010