12.04.2010 00:00

Sigurður Ólafsson fimmtugur

Í síðasta mánuði var liðin hálf öld síðan bátur sá sem nú heitir Sigurður Ólafsson SF 44 kom nýr til heimahafnar á Grundarfirði. Eins og oft er sagt, þá ber hann aldurinn vel og er enn í fullri útgerð. Hér birti ég myndasyrpu frá Hilmari Bragasyni af bátnum og segi undir þeim örlítið frá sögu bátsins.














                      173. Sigurður Ólafsson SF 44 © myndir Hilmar Bragason

Smíðaður í Risör í Noregi 1960. Yfirbyggður og lengdur 1987.

Nöfn: Runólfur SH 135, Sigurvon AK 56, Sigurvon SH 35, Sigurður Sveinsson SH 36 og núverandi nafn: Sigurður Ólafsson SF 44.