11.04.2010 09:10
Þekkið þið þennan? Rétt svar kom hjá Magnúsi Gunnarssyni, þetta var Sævaldur KÓ 20 síðar SH 219
Hér birtast fimm myndir frá Snæfellsnesi sem Óli Olsen hefur sent mér. Fyrstu fjórar myndirnar eru teknar af áhöfninni á Hamra-Svani SH 201, þegar þeir og viðkomandi bátur voru í samfloti yfir Breiðarfjörðinn í norðaustan brælu í október 1985. Ekki man Óli nafnið á bátnum en hann var í eigu Viðars Breiðfjörð á Hellissandi. Fimmta myndin er frá Rifshöfn
Þó það liggi fyrir um hvaða bát sé að ræða, eftir bátagrúsk mitt, mun ég bíða fram á kvöld með að sitja rétt svar inn, svo menn geti spáð í það sé vilji fyrir hendi.
Magnús Gunnarsson kom með rétt svar. Þetta er 279. Sævaldur KÓ 20 í eigu Viðars Breiðfjörð á Hellissandi, stuttu síðar varð hann Sævaldur SH 219. Hann og 560. Helgi SH, voru eins bátar og eru nú báðir ónýtir



Óþekktur í norðaustan brælu á Breiðafirði í okt. 1985. Er einhver sem þekkir bátinn?
Rifshöfn í mars 1981
