10.04.2010 18:57

Guðbjörg ÍS 46 / Gnúpur GK 11

Þessi tæplega þrítugi skuttogari er enn í fullri útgerð og hefur aðeins borið tvö nöfn á þessum þremur áratugum.


            1579. Guðbjörg ÍS 46 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness


                             1579. Guðbjörg ÍS 46 © mynd Þór Jónsson


                 1579. Gnúpur GK 11 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson 2008


                       1579. Gnúpur GK 11, í höfn í Grindavík © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 127 hjá Flekkifjord Slipp & Maskinfabrikk, eftir teikningu frá Ankerlökken Marine A/S, og var ellefti skuttogarinn sem umrædd skipasmíðastöð smíðaði fyrir íslendinga. Kom í fyrsta sinn til Ísafjarðar 5. júli 1981. Hafði þá verið afhentur í upphafi mánaðarins. Lengdur 1988.

Nöfn: Guðbjörg ÍS 46, Guðbjörg ÍS 460 og núverandi nafn: Gnúpur GK 11.