10.04.2010 08:15
Rifshöfn, Óli Færeyingur (4.) og Skarðsvík
Hér eru myndir af fjórða bát þeirra feðga Óla Olsen og Ragnars Olsen. Þennan keyptu þeir í apríl 2000 og gerðu út á net til 2005 og seldu 2006. Þessi var smíðaður í Njarðvík 1988 og hét fyrst Reykjanes GK 19, SK 1913. Hann var keyptur til Ólafsvíkur 1994, fékk þá nafnið Hringur SH og seldur til Hafnarfjarðar 1997 þar sem hann fékk nafnið Snúður HF og síðan Hafdís HF og því næst Óli Færeyingur SH 315. Seldu þeir hann til Keflavíkur þar fékk hann nafnið Þórey KE og var seldur þaðan til Akraness og heitir í dag Hellnavík SU 59, skráður með heimahöfn á Breiðdalsvík.

1913. Óli Færeyingur SH 315
1913. Óli Færeyingur SH 315
Rifshöfn um 1980
© myndir í eigu Óla Olsen
