09.04.2010 16:00

Öflugur Hólmavíkurvefur

Oft og mörgum sinnum hef ég verið hreint út dolfallinn yfir því hversu duglegur hann Jón Halldórsson er að uppfæra vef sinn holmavik.123.is, bæði með myndum úr sjávarútvegi, landbúnaði og nánast hverju sem er af Ströndunum og hef því oft fengið afnot af myndum frá þessum vinsæla vef, sem skapast auðvitað af gæðum hans.

Í dag og í gær eru a.m.k. fjórar færslur um sjávarútveg og birti ég aðeins frá honum eina mynd úr hverri færslu en vísa lesendum frekar á vefinn þar sem fleiri myndir og í sumum tilfellum, einhver fróðleikur líka, má finna. Sem fyrr segir er þetta vefurinn holmavik.123.is


                                                         2437. Hafbjörg ST 77


                                                       6814. Kristín SU 168




                 7363. Bensi Egils ST 13 © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is

Á vef Jóns, holmavik.123.is má finna upplýsingar um það hversvegna ofanbirtar myndir voru teknar og í sumum tilfellum fleiri myndir því fylgjandi.