09.04.2010 13:21

Magnús, Kristín, Erling og Halldór

Í gær sagði ég frá því er Magnús KE 46 var tekin á land hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Bátur þessi er sennilega einn af þeim alsíðustu óbreyttu Bátalónsbátum sem enn eru til hér á landi og eru klárir til sjósóknar og því gerði ég þessum báti nokkur skil og held aðeins áfram með það nú. Skilja mátti á færslunni í gær að hann væri að fara í slipp í Njarðvik, en svo var ekki hvað hefðbundið er þegar bátar eru teknir upp hjá Skipasmíðastöðinni, heldur var verið að nota tæki og þjónustu fyrirtækisins og í morgun var hann fluttur upp í bæ. Við það tækifæri sköpuðu þrjú skemmtileg myndatækifæri sem ég birti nú.


     1381. Magnús KE 46 á leið eftir umferðargötu í Njarðvík og innan um íbúðarhús


Hér er hann kominn á leiðarenda og aftan við hann sést í annan bát í eigu sömu útgerðar, en það er 5796. Kristín ST 61


   Eins og margir vita, hét báturinn áður m.a. Kofri ÍS 41, eða árið 2002-3 og var þá endurbyggður af Halldóri Magnússyni, sem fylgdist í morgun með því þegar komið var með hann á leiðarenda. Sést hann hér t.v. ásamt Erling Brim Ingimundarsyni, útgerðarmanni og eiganda bátsins © myndir Emil Páll, 9. apríl 2010