09.04.2010 08:48

Heimir SU 100 / Skagaröst KE 34

Hér kemur einn af þessum dæmigerðu vertíðarbátum, fyrri ára, en þó fór hann einnig á síldveiðar á sumrin. Þessi er af árgerð 1958 og var til fram á árið 1992 að honum var fargað.


                  762. Heimir SU 100 © mynd Snorrason


                      762. Skagaröst KE 34 © mynd Snorri Snorrason


                                 762. Skagaröst KE 34, drekkhlaðin af síld

Smíðaður í Nyköbing M. Danmörku 1958. Úreltur i des. 1991. Fargað 11. maí 1992.

Var sjósettur í Limafirði sem Vörður, en nafnið Heimir SU 100 varð síðan ofan á.

Nöfn: Heimir SU 100, Skagaröst KE 34, Skagaröst ST 34, Ingibjörg ST 37 og Ingibjörg BA  204.