09.04.2010 00:00

Röstin og Birta

Þessi færsla verður þrískipt, en hún er um bátanna Birtu VE 8 og Röstina GK 120. Fyrst eru myndir og frásögn af því þegar Birta sem raunar má ekki vera í gangi vegna þess að hún er með laskað stefni eftir árekstur, var notuð til að koma Röstinni að slippbryggjunni í Njarðvík.

Síðan eru myndir og frásögn af Birtu VE 8, myndir sem sýna hana eftir að hún var laus við Röstina og sigldi að nýju að bryggju í Njarðvík. Allt um Birtu hefur verið greint frá hér á síðunni.

Þá er þriðji hlutinn en hann er um Röstina, þennan fræga hálfrar aldar gamla bát, sem gekk einu sinnu undir nafninu Seníverbáturinn eftir að hafa komið sem Ásmundur GK 30 með fullfermi af smygli frá Belgíu, en sú saga verður ekki sögð nú, þar sem frekar stutt er síðan ég birti allt um bátinn. Birti ég mynd af honum m.a. við slippbryggjuna og eins eftir að búið var að taka hann upp í slipp í Njarðvik.

                                  BIRTA VE 8 og RÖSTIN GK 120


         Hér hefst leikurinn og fyrst þarf því að Birta að draga Röstina út úr röðinni


      1430. Birta VE 8, bakkar út úr höfninni með 923. Röstina GK 120 á síðunni


                                                    Áfram er bakkað


                                Hér hefur Birta tekið Röstina upp að síðunni


                         Saman sigla bátarnir síðan í átt að slippnum


                              Hér eru þeir farnir að nálgast slippbryggjuna


                              Hér eru þeir komnir að slippbryggjunni


        Birta notuð eins og um hafnsögubát væri að ræða og þarf því að ýta Röstinni að sleðanum


                                         Hér er Birta laus við Röstina                                                

                                                           BIRTA VE 8


                                  1430. Birta VE 8, siglir frá slippbryggjunni


                                     Tekin beygja í átt að Njarðvíkurhöfninni


                                           Beygt inn í höfnina


Skildi þetta vera síðasta sjóferðin hjá Birtu, eða á eftir að endurbyggja hana, um það er stór spurning?

                                                RÖSTIN GK 120


                                     923. Röstin GK 120, úti á Njarðvíkurhöfn

                             Hér er Röstin við slippbryggjuna í Njarðvík


                  Röstin, komin upp í Njarðvikurslipp © myndir Emil Páll, 8. apríl 2010