09.04.2010 07:25

Stuðlafoss og Vörður

Í framhaldi af myndum Ragnars Emilssonar af bátsflaki skammt frá Selvogsvita, er birtist hér 2. apríl sl. hafa orðið þó nokkrar skemmtilegar og fræðandi umræður um bátinn og fyrir mig sem er forfallinn bátagrúskari hefur ýmsum spurningum verið svarað sem ég vissi ekki um. Umræður þessar hafa komið fram sem álit undir myndunum, eða sem einkapóstur til mín eða jafnvelt tölvupóstur. Einn þeirra sem tekið hafa þátt í þessum skemmtilegu umræðum er Sigurjón Friðriksson sem sendi mér myndir þær sem nú verða birtar af bátnum bæði sem Stuðlafoss SU 550 og sem Vörður SU 550. 

Myndin af Stuðlafossi var tekin á Reyðarfirði en ekki er vitað hver tók myndina. Seinni myndin er tekin þar sem "Vörður er að leggja af stað frá Stöðvarfirði til Fáskrúðsfjarðar með bein til mölunar. Sú mynd er úr safni Friðriks, föður Sigurjóns, en hann gerði bátinn út ásamt Kjartani og Ara Vilbergssonum, Erni Friðgeirssyni og Stefáni Stefánssyni. Seinni bátarnir voru síðan í eigu "Varðarútgerðarinnar" sem pabbi Sigurjón ásamt Kjartani og Ara stóðu að.

Varðarútgerðina þekkja fleiri, því hún gerði m.a. síðar, út báta með nöfnunum Heimir SU.


                                         Stuðlafoss SU 550, á Reyðarfirði


     Vörður SU 550, að leggja af stað frá Stöðvarfirði til Fáskrúðsfjarðar með bein til mölunar