08.04.2010 08:46

Gulltoppur GK 24 - Sighvatur GK 57 - Tony

Hér sjáum við inn í stóra húsið hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og þar má sjá bátanna Gulltopp GK 24 og Sighvat GK 57, sem báðir eru á lokastigi varðandi viðgerði, þ.e. viðhald á Gulltoppi og stórviðgerði á Sighvati eftir sjótjónið í haust. Utan við húsið stendur nú Tony sem áður hét Moby Dick, en samkvæmt nýjustu fréttum er áætlað að hann og Ísafoldin sem liggur í Njarðvíkurhöfn fari til nýrra eigenda á Grænhöfðaeyja þann 1. maí nk.


  1458. Gulltoppur GK 24 og fyrir innan hann sést í 975. Sighvat GK 57


   1458. Gulltoppur GK 24 og 975. Sighvatur GK 57 inni í húsinu og utan við það er það Tony ex Moby Dick © myndir Emil Páll, 7. apríl 2010