07.04.2010 20:11

Ottó, milli Stakks og Hólmsbergs

Halda mætti samkvæmt myndinni að þarna væri skip að sigla milli klettsins Stakks og Hólmsbergs, þar sem Hólmsbergsviti stendur við Helguvík, en svo er ekki. Heldur er þarna togarinn Ottó að fara fyrir Garðskaga, en hann hefur verið í Hafnarfirði og ber kletturinn og bergið svona í, þar sem myndin er tekin í dag á Vatnsnesi í Keflavík.


 Togarinn Ottó á leið fyrir Garðskagann, en ber í bæði klettinn Stakk og Hólmsbergið © mynd Emil Páll, 7. apríl 2010