07.04.2010 01:00
Hamra-svanur SH 201 / Ensis
Báturinn var smíðaður Molde í Noregi 1964 og hét fyrst Eldborg GK, síðar Albert GK. Árið 1972 kaupir Sigurður Ágústsson hf í Stykkishólmi bátinn og gerir hann út frá Rifi til ársins 1994 og eftir það frá Stykkishólmi til 1996. Bátuirnn var svo seldur til Hollands sama ár og hefur borið þar nafnið Ensis. Þá rak Sigurður Ágústsson fiskverkun á Rifi til ársins 1991.

Í Rifshöfn 9. september 1985
Mynd tekin af stefninu
Í Runavík í maí 1981

Á leið til Færeyjar 1981

Lagt að bryggju á Rifi 1981

Óli Olsen um borð á leið til Færeyja 1981

Fullfermi af rækju 1994

Þessi var tekin 1989 eftir stórt karfahol á rækjuveiðum
238. Hamra-svanur SH 201

Ensis við skelveiðar í Hollandi
Ensis við skelveiðar í Hollandi
© myndir í eigu Óla Olsen
