07.04.2010 10:17
Óli Færeyingur SH 315 ( 3. Ólinn)
Hér kemur svo 3. Ólinn, í eigu þeirra Óla og Ragnars Olsen. Þessi var keyptur frá Vestmannaeyjum í apríl 1998 hét þá Hafdís GK 32. Hann var síðan seldur til Ólafsvíkur 2000 og þaðan síðan seldur til Noregs 2008.

2055. Hafdís GK 32 kemur til Rifshafnar í apríl 1998.
Marion bróðurdóttir Óla færeyings, gefur bátnum nafnið hans, Óli Færeyingur SH 315 © myndir í eigu Óla Olsen.
Viðbótaupplýsingar frá Emil Páli: Framleiddur hjá Selfa Boat A/S, Þrándheimi, Noregi 1990, seldur úr landi til Noregs 21. maí 2008.
Nöfn: Hafdís GK 32, Óli Færeyingur SH 315, Regína SH 102, Bugga SH 102, Bugga SH 105, Úlla SH 269 og Úlla SH 279.
Ekkert er vitað um bátinn eftir að hann var seldur úr landi til Noregs.
