06.04.2010 17:14
Þekkið þið skipin eða bátana?
Þessi mynd hefur verið tekin við Keflavíkurhöfn, trúlega upp úr 1950, þó ekki öruggt. Þarna eru tvö flutningaskip við hafnargarðinn og grunar mig að bæði séu íslensk. Annað virðist vera að taka saltsíld í tunnum, en er ekki klár á því hvaða plötur eru á öðrum bílnum fremst á myndinni sem trúlega er varðandi farminn úr hinu skipinu. Skipið sem er framar á garðinum gæti ég trúað að sé frá Samskip og dettur því Arnarfell í hug miðað við byggingalag, en hitt skipið veit ég ekkert um, en við stækkun virðist mér sem heimahöfn þess endi á stöfunum ...VÍK. Þessar hugdettur mínar gætu þó verið kolrangar.
Þá er auðvitað spurning hvort einhver þekkir bátanna á myndinni.
Mér var færð mynd þessi að gjöf til birtingar á síðunni, en ljósmyndari er Hannes Þór Ólafsson.

Keflavíkurhöfn ca. 1950 © mynd í eigu Emils Páls, ljósmyndari: Hannes Þór Ólafsson
Þá er auðvitað spurning hvort einhver þekkir bátanna á myndinni.
Mér var færð mynd þessi að gjöf til birtingar á síðunni, en ljósmyndari er Hannes Þór Ólafsson.

Keflavíkurhöfn ca. 1950 © mynd í eigu Emils Páls, ljósmyndari: Hannes Þór Ólafsson
Skrifað af Emil Páli
