06.04.2010 12:15

Ingibjörg SH 177 siglir í kjalsoginu á Baldri

Ríkarð Ríkarðsson tók þessa skemmtilegu syrpu  í Stykkishólmi 1. apríl sl. og hefur heimilað mér að birta þær hér. Það myndaefni sem hann sýnir hér eru um það þegar þeir á Ingibjörgu SH 177 ex SH 174 notfærði sér kjalsogið á Baldri, en hugsanlega hafa bæði skipin verið að fara sömu leið, þ.e. til Flateyrar. Þar sem leiðinda sjólag var notfærðu þeir sér á Ingibjörgu það að sigla  afturundir Baldur og í kjalsogi hans. 

Ingibjörg þessi hét fyrst Þytur EA 96 og undir því nafni skipti hún nokkrum sinnum um eigendur og komst því í eign aðila á Árskógsandi, Dalvík, Reykjanesbæ og Reykjavík. Þá varð báturinn Ingibjörg SH 174 með heimahöfn í Ólafsvík, en eigandinn var til heimilis í Reykjavík. Nú er eigandinn fékk fyrrum Odd á Nesi SI, fékk hann nafnið Ingibjörg SH 174 og þessi þá SH 177. Eigandi nú er Útgerðarfélagði Djúpey ehf, en það er skráð í Flatey á Breiðafirði.


2178. Ingibjörg SH 177 leggur úr höfn í Stykkishólmi


Ingibjörg fer á eftir Baldri


Þar sem leiðinda veður var þá sigldu þeir í kjalsoginu á Baldri, þar var logn 
© myndir Ríkarð Ríkarðsson. 1. apríl 2010